SINTRA ná fram sjálfbærni í gegnum innri nýsköpun (Achieving Sustainability through INTRApreneurship) er 24 mánaða Erasmus+ verkefni (KA2: Strategic Partnerships for adult education) sem ætlað er að þróa samþættan stuðning sem sniðinn er að þörfum fyrirtækja og stofnana sem vilja auka færni starfsfólks og stjórnenda í innri nýsköpun. Allt í þeim tilgangi að auka sjálfbærni.
Sjálfbærni í viðskiptum vísar almennt til þeirra áhrifa sem stefnur og starfshættir fyrirtækis hafa á umhverfi og samfélag. Hún er einnig tengd hagkvæmni og samkeppnishæfni fyrirtækisins sjálfs. Innri nýsköpun fyrirtækis (Intrapreneurship) á sér stað þar sem hugarfar frumkvöðla  innan fyrirtækis er virkjað af starfsmönnum til að ná fram nýsköpun í vörum eða þjónustu.
SINTRA verkefnið miðar að því að þróa sérsniðnar og nýstárlegar þjálfunaraðferðir og verkfæri sem eiga að styðja fyrirtæki til að virkja innri nýsköpun til að auka sjálfbærni, hvort sem er í viðskiptalífinu eða í opinbera geiranum.

Markmið

Að skilja betur samhengi umhverfislegrar, félagslegrar og efnahagslegrar sjálfbærni út frá sjónarhorni innri nýsköpunar og til að greina hvað skortir á þegar kemur að hugarfari innri nýsköpunar í skipulagsheildum.

Að þróa nýstárlega þjálfunaraðferð, verkfæri og kennsluefni. Þar sem samþætt er þjálfun og ráðgjöf í innri nýsköpun með áherslu á sjálfbærni sem mun nýtast fyrirtækjum til að efla umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni.

Að mæta þörfum skipulagsheilda með því að bjóða upp á sjálfbærni vinnustofur og ráðgjöf til að virkja innri nýsköpun sem getur leitt til breyttrar eða bættrar vöru eða þjónustu sem hafi jákvæð sjálfbærniáhrif.

Að deila niðurstöðum verkefnisins til annarra landa með því að setja upp opinn kennsluvef og verkfærakistu með sjálfbærniáherslum.

Niðurstöður

Gloppugreining sem bæði á landsvísu sem og svæðisbundið greinir stöðuna varðandi sjálfbærni og frumkvöðlahugarfar semog fyrirmyndarverkefni á þessum sviðum sem nýtast starfsfólki og atvinnurekendum.
SINTRA námskrá og kennsluefni fyrir starfsfólk og atvinnurekendur sem vilja þjálfa frumkvöðlahugarfar í sjálfbærniverkefnum.
Ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja þjálfa frumkvöðlahugarfar í sjálfbærniverkefnum.
SINTRA kennsluvefur með námsefnið sem þróað verður í verkefninu og nýtist þeim sem taka þátt og þeim sem hafa áhuga.
Opin nýsköpunar verkefærakista til að styðja sem mun gera starfsmönnum skipulagsheilda kleyft að halda utan um hugmyndir um breyttar vörur, þjónustu og skipulagsferla sem gera þær umhverfisvænni og sjálfbærari í félagslegu og efnahagslegu tilliti.

Ε-Learning platform

SINTRA e-learning platform will facilitate the pilot blended learning of the project’s target groups and the distance learning of interested employers and employees in sustainability-focused intrapreneurship after the project conclusion.

O! SINTRA Application

O! SINTRA Application will help employees in organisations to collect ideas and modify products, services and organisational processes to be more environmentally friendly and more sustainable in social and economic terms.

Fréttir

Fréttir
ágúst 30, 2022

Fréttabréf númer 4 er komið út!

Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 3 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan: SINTRA_fréttabréf 4_ICELAND
Fréttir
febrúar 3, 2022

Fréttabréf númer 3 er komið út!

Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 3 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:  SINTRA_fréttabréf 3_ICELAND
Fréttir
júní 29, 2021

Fréttabréf númer 2 er komið út!

Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 2 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:  SINTRA_newsletter 2_ICELAND