Að skilja betur samhengi umhverfislegrar, félagslegrar og efnahagslegrar sjálfbærni út frá sjónarhorni innri nýsköpunar og til að greina hvað skortir á þegar kemur að hugarfari innri nýsköpunar í skipulagsheildum.
Markmið
Að þróa nýstárlega þjálfunaraðferð, verkfæri og kennsluefni. Þar sem samþætt er þjálfun og ráðgjöf í innri nýsköpun með áherslu á sjálfbærni sem mun nýtast fyrirtækjum til að efla umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni.
Að mæta þörfum skipulagsheilda með því að bjóða upp á sjálfbærni vinnustofur og ráðgjöf til að virkja innri nýsköpun sem getur leitt til breyttrar eða bættrar vöru eða þjónustu sem hafi jákvæð sjálfbærniáhrif.
Að deila niðurstöðum verkefnisins til annarra landa með því að setja upp opinn kennsluvef og verkfærakistu með sjálfbærniáherslum.