SINTRA Leiðbeiningar - Innri nýsköpun fyrir aukna sjálfbærni

Inngangur

SINTRA – Achieving Sustainability through INTRApreneurship var tveggja ára Erasmus+ KA2 fullorðinsfræðsluverkefni sem miðar að því að veita samþættan stuðning sniðinn að þörfum skipulagsheilda til að þróa færni, hæfni og viðhorf sem tengjast innri nýsköpun meðal bæði starfsmanna og vinnuveitenda til að efla áhrif fyrirtækja og stofnana á umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbærni.

Þessum leiðbeiningum er ætlað að styðja vinnuveitendur, starfsmenn, þjálfara og ráðgjafa við að nota innri nýsköpun til að þróa og innleiða sjálfbærniverkefni.
Leiðbeiningarnar eiga að hjálpa notendum í hvaða skipulagsheild sem er, að þróa nýstárlegar hugmyndir fyrir sjálfbærniverkefni með því að nota SINTRA námsefnið, verkfærakistuna og O! SINTRA appið SINTRA námsefnið, verkfærakistuna og O! SINTRA Appið.

Hver hluti leiðbeiningana tengist öðrum hlutum á einn eða annan hátt. Því er mikilvægt að öðlast góðan skilning á innihaldi SINTRA efnisins til að geta valið þær aðferðir, tól og upplýsingar sem þarf til að mæta þörfum hvers notanda við þróun sjálfbærniverkefna fyrir skipulagsheild.

Til að nota handbókina á áhrifaríkan hátt er mælt með því að fletta í gegnum kaflana og í framhaldi skrá sig inn á SINTRA kennslukerfið til að fá aðgang að öllu námsefni verkefnisins og dæmisögur á einum stað.

1.0 SINTRA námsefni

Námsefnið sem þróað var eða aðlagað byggir á þarfagreiningum frá öllum þátttökulöndum verkefnisins. Það inniheldur námsþætti sem koma til móts við fræðsluþarfir í tengslum við eflingu sjálfbærni með innri nýsköpun.

Þjálfunin innan SINTRA verkefnisins miðar að því að veita samþættan stuðning sem er sniðinn að þörfum skipulagsheilda til að þróa hæfni, færni og viðhorf sem tengist innri nýsköpun meðal starfsmanna og vinnuveitenda til að bæta umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbærni.

1.1 Námshlutar

Eftirtöldum sex námshlutum er ætlað að fjalla um efnistök og gefa fræðilegan bakgrunn og hugmyndir fyrir markvissa vinnu í innri nýsköpun til þess að efla sjálfbærni.

  1. Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni.
  2. Mat á áhrifum innri nýsköpunar á þróun til sjálfbærni.
  3. Tækifæri og nýskapandi hugmyndir fyrir þróun til sjálfbærni
  4. Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun.
  5. Kynning á eigin hugmyndum og samvinna við stjórnendur í sjálfbærniverkefnum.
  6. Stofnun og virkni nýsköpunarteyma til að auka sjálfbærni.

You can enrol in the SINTRA e-learning platform in order to access the modules‘ content.

1.2 Dæmisögur (Case studies)

Dæmisögurnar frá fyrirtækjum og stofnunum í þátttökulöndunum gefa góða innsýn í hvernig innri nýsköpun er notuð til að efla sjálfbærni.

SINTRA dæmisögurnar eru byggðar á ábendingum um góðar árangurssögur um notkun innri nýsköpunar til aukinnar sjálfbærni. Dæmisögurnar standa fyrir farsæl verkefni úr einka- og opinbera geiranum í þátttökulöndunum sex.

Titill dæmisögu Starfssvið Land
Eco – Mobility Rannsóknir og þróun Búlgaría
ENTRETOUR – Efling viðskiptafærni í ferðamannaiðnaðinum Háskóli Búlgaría
Stafræn viðskipti í Opna Háskólanum í Velika Gorica Háskóli Króatía
Stjórnun til sjálfbærni – INA Eldsneytisfyrirtæki Króatía
Áætlun til umhverfislegrar sjálfbærni í O-I í Eistlandi Framleiðslufyrirtæki Eistland
GREEN TIGER Stofnunin „let’s do it“ Sjóður Eistland
Þróun innri nýsköpunar í pristis ltd Fyrirtæki Eistland
Endurheimt og endurgerð opinna svæða sveitafélagsins Vrilissia í Aþenu Sveitarfélag Grikkland
Sjálfbærni í marmaraframleiðslu hjá Thassos í Grikklandi Framleiðsla Grikkland
Innleiðing markmiða SÞ um sjálfbæra þróun í Kópavogsbæ Sveitarfélag Ísland
Innri nýsköpun í umhverfisþróun hjá Íslandsbanka Banki Ísland
Cargrill Framleiðsla og dreifing Portúgal
HFA Rafmagnsframleiðsla Portúgal

You can enrol in the SINTRA e-learning platform in order to access the case studies‘ content.

2.0 Skipulag og þjálfun í vinnustofum

Það tekur um 25 klukkustundir að ljúka þjálfuninni sem hægt er að skipuleggja sem staðbundið nám, blandað nám, fjarnám og sjálfstýrt nám.

Þjálfunin verður að uppfylla þarfir hvers vinnustaðar; þó þurfa leiðbeinendur að hafa í huga að efla praktíska færni ekki síður en fræðilega þekkingu.

2.1 Ákjósanlegt skipulag þjálfunar

Mælt er með því að SINTRA námsefninu sé miðlað sem blönduðu námi með því að nota bæði rafræna efnið á kennsluvefnum og staðbundna þjálfun. Þátttakendur geta farið í gegnum fræðilega hlutann á kennsluvefnum, fengið strax endurgjöf á þekkingu sína með sjálfsmatsspurningum og sótt vinnustofur með leiðbeinanda til að vinna að verklegri þjálfun í hópum og teymum til að þróa hugmyndir sínar og verkefni.

2.2 Námshlutar

Námshlutarnir gefa góða fræðilega og praktíska innsýn í nýskapandi vinnu og þróun sjálfbærni. Æfingar, verkefni og dæmi innan námshlutanna styðja við þróun á skilningi og hæfni til að vinna með nýskapandi hætti að þróun sjálfbærniverkefna.

2.2.1 Dæmi um æfingar og verkefni

Æfingarnar og verkefnin dýpka þjálfunina og mælt er með því að gefa bæði tíma og rými í þjálfuninni til að vinna bæði verkefni og æfingar.
Besta leiðin til að nálgast lýsingu á æfingum og verkefnum er að skrá sig inn á kennslukerfið og velja þann námshluta sem nefndur er hér í listanum.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 1 – Að skilja umhverfi skipulagsheilda, uppbyggingu þeirra og ólíkar gerðir.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 2 – Sjálfbær þróun með innra nýsköpunarstarfi í fyrirtækjum og stofnunum I.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 3 – Sjálfbær þróun með innra nýsköpunarstarfi II.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 1 – Eigin SINTRA nýsköpunar-hjól.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 2 –Einstaklingsáætlun til að efla nýskapandi hæfni.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 3 – Rammi fyrir virðisloforð.
• Námsþáttur 6 – Stofnun og virkni nýsköpunarteyma til að auka sjálfbærni – Kafli 5 – Tillögur um verkefni- Dæmi um verkefni fyrir sjálfbærniþróunarteymi.
• Námsþáttur 6 – Stofnun og virkni nýsköpunarteyma til að auka sjálfbærni – Kafli 5 – Tillögur um verkefni – Áætlun fyrir sjálfbæra þróun.

2.3 Að nota dæmisögur (Case studies)

Dæmisögurnar gagnast til að sýna fram á góða nýskapandi vinnu til að þróa sjálfbærni innan ólíkra stofnanna. Dæmisögurnar geta hjálpað þeim sem fara í gegnum SINTRA efnið að skilja og fá hugmyndir sem geta stutt þeirra eigin vegferð til sjálfbærni.

2.4 Sjálfsmatsspurningar

Í lok hvers námshluta geta þátttakendur svarað sjálfsmatsspurningum til að meta skilning sinn á innihaldi hvers námshluta og fá strax endurgjöf.

2.5 Að nota orðasafn

Orðasafnið gefur almennar útskýringar á hugtökum sem notuð eru í námsefninu. Það er gott að lesa SINTRA orðasafnið áður en farið er inn í námsþættina eða nota það samhliða yfirferð í námshlutum.

2.6 Viðbótar námsefni

Hver námshluti hefur lista yfir ýtarefni fyrir þá sem vilja fara dýpra í þjálfuninni..

2.7 Þjálfarar

Til þess að geta miðlað SINTRA þjálfuninni í nýsköpun til að efla sjálfbærni, hvort sem það er innan stofnana eða í öðru samhengi, ættu þjálfarar að nýta vel þessar leiðbeiningar og skrá sig inn á kennslukerfið til að skilja enn betur flæði námshluta og annað stuðningsefni.

2.8 Val á þátttakendum

Það er gott að velja þrjá til fjóra úr hverri skipulagsheild til að taka þátt í þekkingar og hæfniþjálfun fyrir nýskapandi teymisvinnu til að þróa sjálfbærniverkefni innan sinnar skipulagsheildar. Mælt er með því að hafa einn fulltrúa stjórnenda sem þátttakanda í hópnum sem valinn er.
Allir sem hafa áhuga á SINTRA námsefninu geta skráð sig inn á kennslukerfið og farið sjálfir í gegnum efnið.

Kennslukerfið hentar í blönduðu námi, fjarnámi og í sjálfsnámi. Kerið inniheldur allt námefni sem þróað var í SINTRA verkefninu; námshluta, verkefni, sjálfsmatsspurningar, dæmisögur, orðasafn og ýtarefni. Verkefnakista SINTRA er einnig aðgengileg í kennslukerfinu.

3.1 Handbók leiðbeinenda
3.2 Handbók fyrir notendur

4.0 Verkfærakista fyrir sjálfbærnimiðaða nýsköpun

Tilgangur SINTRA VERKFÆRAKISTUNNAR er að kynna aðferðir sem hægt er að nota til að meta að hvaða marki innri frumkvöðlar geta safnað hugmyndum innan fyrirtækja og stofnanna með aukna sjálfbærni að leiðarljósi. Þessar aðferðir geta hjálpað til við að nálgast nýsköpun á markvissari hátt, fylgjast með framförum og finna nýjar aðferðir í átt að sjálfbærni, bæði í umhverfislegu og efnahagslegu samhengi.

4.1 Handbók fyrir mat á sjálfbærni skipulagsheilda/viðskiptamódela

Handbókin gefur hugmyndir og innsýn fyrir mat á sjálfbærni og styður við innri nýsköpun og frumkvöðlastarf. Í kaflanum „Til umhugsunar“ er að finna góð ráð til að meta sjálfbærni fyrirtækis eða nýskapandi hugmynda.

4.2 Leiðbeiningar til að virkja hæfileikaríkt fólk í opin nýskapandi verkefni í samstarfi við innri frumkvöðla

Þessar leiðbeiningar gefa yfirsýn yfir opna nýsköpun og hvernig hægt er að virkja ungt fólk og styðja við innri nýsköpunarverkefni í skipulagsheildum. Þær innihalda leiðbeiningar sem hjálpa skipulagsheildum og innri frumkvöðlum að koma auga á og skilja áhrifaríkustu leiðirnar í að safna hugmyndum og innleggi úr ýmsum áttum innan skipulagsheildar með það að markmiði að efla innra frumkvöðlastarf með áherslu á umhverfislega- efnahagslega og félagslega sjálfbærni.

4.3 Verkfærakista til að meta að hversu tilbúnir innri frumkvöðlar eru til að safna hugmyndum með því að nota opið aðgengi að nýskapandi aðferðum og tólum.

Þessi verkfærakista kynnir nokkrar nýtilegar aðferðir til að skilgreina og samræma nýsköpunar og sjálfbærnistefnur, kortleggja stefnumótandi ákvarðandir og fjarlægja
og fjarlægja flesta óvissuþætti sem tengjast hugmynd, fyrirtæki eða heildarsýn.

4.3.1 Stefnumörkunar valflæði

Stefnumörkunar valflæði er oft notað til að taka mið af ólíkum stefnum með því að nota sett af spurningum.

4.3.2 Rammi fyrir sjálfbær viðskiptamódel

Ramminn fyrir sjálfbær viðskiptamódel (e. Sustainable Business Model Canvas) hjálpar til við að þróa og innleiða sjálfbær nýsköpunarverkefni. Ramminn er leið sem gerir kleift að búa til og lýsa viðskiptamódelum sem eru bæði nýskapandi og sjálfbær.

4.3.3 Sjálfbærniyfirlýsingin

Sjálfbærniyfirlýsingin gefur stefnumarkandi rök og þróunaráætlun fyrir sjálfbær og nýskapandi verkefni.

4.3.4 Nýsköpunarfærniprófið

SINTRA nýsköpunarhæfniprófið metur getu til innri nýsköpunar í teymum, fyrirtæki eða samstarfi.

4.3.5 Þörf fyrir sjálfbærni

Árangursrík nýsköpun kemur til móts við þarfir – raunverulegri og sértækri notendaþörf sem er ekki uppfyllt eins og er eða gæti verið bætt. Þessi aðferð hjálpar til við að skilgreina óuppfyllta þörf og það mun leiða til viðeigandi og sjálfbærra hugmynda eða nýsköpunar.

4.3.6 Rætur sjálfbærnihugmyndar

Að finna rætur sjálfbærnihugmyndar er góð leið til að skilgreina hugmynd til að draga hana saman hratt og nákvæmlega. Það er mikilvægt að geta gert þetta því það mun hjálpa til við að muna eftir hugmynd, útskýra hana betur fyrir öðrum og taka ákvarðanir sem tengjast hugmyndinni.

4.3.7 Nýsköpunarsniðmátið

Nýsköpunarsniðmátið hjálpar til við að útskýra hugmynd og búa til söluræðu sem réttlætir að nýta tíma og fjármagn til að ná markmiðum í ólíkum þáttum sjálfbærni.

4.3.8 Mat á sjálfbærni frumgerða

Þessi aðferð er hönnuð fyrir samstarf í vinnustofum eða í gegnum sameiginlegt rafrænt umhverfi.

5.0 Ráðgjöf

Mælt er með því að bjóða upp á ráðgjöf í kjölfar SINTRA þjálfunar til að gefa starfsfólki og stjórnendum ráð og stuðning í þróun og innleiðingu sjálfbærniverkefna með innri nýsköpun.

Opna SINTRA verkfærasafnið er gagnlegt sem hluti af ráðgjöf og innleðingu sjálfbærniverkefna. O! SINTRA appið er einnig gagnlegt til að safna og halda utan um nýjar hugmyndir frá starfsfólki sem geta leitt til næsta nýskapandi verkefnis í átt að sjálfbærni.

5.1 Skipulag ráðgjafar

Ráðgjöfin ætti að skipuleggja til að mæta þörfum nýskapandi teyma innan skipulagsheildar. Ráðgefandi stundir geta farið fram á netinu eða augliti til auglitis. Einnig er hægt að nálgast ráðgjöfina í gegnum blöndu af þessu tvennu. Tíminn fyrir ráðgjöfina ætti að taka mið af því hve stórt og flókið sjálfbærniverkefnið er og raunverulegri þörf fyrir ráðgjöf og stuðning.

6.0 O! SINTRA appið

O! SINTRA appið er smáforrit til að safna hugmyndum um aukna sjálfbærni, trendum og innleggi frá fólki innan skipulagsheildar. Smáforritið er aðgengilegt í gegnum netvafra, bæði fyrir tölvur og farsíma.

6.1 Hvernig á að nota O! SINTRA appið

Appið gerir ráð fyrir því að notendur skrái sig inn. Það gerir þeim kleyft að setja upp aðgang með Notendanafni og mynd af notanda.
Á einfaldan og aðgengilegan hátt býður appið upp þann möguleika að birta hugmyndir sem eru sýnilegar öllum og aðrir notendur geta komið með tillögur, deilt og líkað við hugmyndirnar.

Notendur geta einnig birt nafnlausar hugmyndir.

Notkun
Hægt er að nota appið í tveggja skrefa ferli.

Skref 1: Þar sem appið sjálft er notað til að safna saman hugmyndum frá starfsfólki/notendum.
Skref 2: Hugmyndirnar sem safnað hefur verið eru skimaðar og þær hugmyndir sem verða fyrir valinu eru ræddar frekar með starfsfólki/notendum með því að nota SINTRA verkfærakistuna og sniðmátin. Þar eru þeir beðnir um að útvíkka hugmyndina og vinna hana áfram.

Uppsetning
Til þess að setja appið upp í takt við þarfir fyrirtækja er hægt að fara eftirtaldar leiðir:

Uppsetning 1
Fyrirtækið getur sett appið upp til að safna saman hugmyndum með því að skilgreina ákveðið vandamál sem það er að glíma við og vill fá ferskar hugmyndir að lausnum. Í þessu tilfelli er vandamálið skilgreint, mótuð skilyrði og tímamörk sett. Fyrirtækið setur upp appið á innra neti og biður svo starfsfólk að nota appið til að birta sínar hugmyndir.

Uppsetning 2
Fyrirtækið getur á svipaðan hátt sett af stað hugmynda samkeppni um umbætur eða framfarir á ákveðnum ferli og sett appið upp á innra net og þannig nýtt appið til þess að safna hugmyndum.

Uppsetning 3
Fyrirtækið getur haft mánaðarlegar hugmyndasamkeppnir sem byggja á ákveðnu þema og nýtt appið til að safna saman hugmyndum.

Uppsetning 4
Fyrirtækið getur einnig sett upp appið á innra net og nýtt allt árið. Safnað saman hugmyndum sem eru skoðaðar reglulega og skimað fyrir góðum hugmyndum sem svo eru unnar áfram.