Samstarfsaðilar

SINTRA verkefnið er samstarf sjö aðila frá sex löndum (Íslandi, Búlgaríu, Króatíu, Eistlandi, Grikklandi og Portúgal) eins og nánar er fjallað um hér á eftir.

Verkefnisstjóri

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er ein níu símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni,en hún er sjálfseignarstofnun og var stofnuð 19. febrúar 1999. Símenntunarmiðstöðin er með þjónustusamning við mennta- menningarmálaráðuneytið, en miðstöðin fær árlega framlag til að standa straum að hluta launakostnaðar og rekstri húsnæðis, en Símenntunarmiðstöðin stendur að rekstri þriggja starfsstöðva á Vesturlandi.

Símenntunarmiðstöðin þjónustar einnig fjarnema í háskólanámi, en þeir geta tekið próf í heimabyggð. Þjónustusamning Símenntunarmiðstöðvarinnar við mennta- og menningarmálaráðuneytið má nálgast hér á síðunni. Stofnaðilar að Símenntunarmiðstöðinni eru 34 talsins, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Markmið með starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og símenntun sem tekur mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Sérstaklega skal stofnunin huga að þörfum íbúa á Vesturlandi í þessu sambandi.

Hlutverk Símenntunarmiðstöðvarinnar er að auka þekkingu og stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Vesturlandi með því að greina og svara menntunarþörf og hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er miðja þróunar og miðlunar þekkingar fullorðinna á svæðinu og fyrsti kostur íbúa og atvinnulífs í öflun hennar.

www.simenntun.is

APOPSI S.A. var stofnað árið 1995 og starfar á sviði starfsþjálfunar, starfsráðgjafar og upplýsingatækni. APOPSI er ein af stærstu starfsþjálfunar og símenntunarsetrum í Grikklandi og nær til alls landsins. APOPSI er staðsett í Piraeus og heldur einnig úti deildum í Patra og Nafplio.

Helstu verkefnin sem APOPSI sinnir eru:

  • Starfstengd menntun fyrir atvinnulausa bæði í fjarnámi og staðnámi.
  • Náms og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa eins og starfsval, hæfnigreiningar og tengsl við vinnumarkað.
  • Verkefnastjórnun og innleiðing á Evrópskum þróunarverkefnum tengdum mannauðsstjórnun.
  • Innleiðing á hagnýtum rannsóknum í mannauðsmálum.
  • Hönnun, þróun og aðlögun kennslukerfa.
  • Hönnun á stafrænum menntalausnum.
  • Þróun fjarkennslu.

Setrið hefur fengið staðfestingu þarlendrar vottunarstofnunar fyrir hæfni og starfsráðgjöf og er metið efst þegar kemur að starfsþjálfun í Grikklandi, byggt á þeim matsviðmiðunum sem stofnunin notar.

https://www.apopsi.gr/en/

Creatrix er lítið fyrirtæki sem var stofnað á árinu 2018 tileinkað því að bjóða ráðgjöf, verkefnastjórnun stuðning og þjónustu á sviði menntunar og menningar.

Megináhersla Creatrix hefur verið á að bjóða upp á sérsniðna menntun til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Í hugmyndafræði fyrirtækisins er lögð áhersla á að hvetja fólk til taka hlutverki sínu með skapandi hugsun og jákvæðu viðhorfi. Creatrix hefur leitt ýmiskonar þróunarverkefni í samvinnu við fyrirtæki og menntastofnanir.

www.creatrix.is/

Dialogue Diversity er nýlegt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í samskiptatækni, þróun og tengslum innan fyrirtækja og í menntageiranum. Teymi þeirra býr yfir eftirtektarverðri reynslu í alþjóðlegum samskiptum bæði í Evrópu og utan hennar og leggur áherslu á að auðvelda samskipti í tengslum við þróun sem einkennist af faglegri og menningarlegri fjölbreytni.  Þeirra nálgun er að horfa á fyrirtæki og skipulagsheildir sem félagsleg kerfi.

www.dialogue-diversity.pt

VEGORA er svæðisbundin stuðningsaðili sem veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á svæðinu stuðning í formi námskeiða, fjármála- og lögfræðiráðgjafar, tæknilega aðstoð við undirbúning viðskipta og fjárfestingaáætlana, stuðning við verkefnastjórnun í evrópuverkefnum, einstaklingsráðgjöf, osfrv.

Markmið þeirra er stutt ýmsum stuðningsáætlunum eins og ör MBA námskeiðum fyrir unga frumkvöðla, sértækum aðgerðum fyrir fyrirtæki sem þurfa annað tækifæri,ókeypis lögfræðiráðgjöf, frumkvöðla bókasafn, ráðgjöf fyrir vefverslanir, hönnunarhugsun (er í farvatninu), o.fl.

www.vegora.hr

YSBF er óhagnaðardrifin stofnun sem miðar að því að styðja við nýskapandi hugmyndir og sköpunargáfu. Hún miðlar upplýsingum um framfarir vísinda og tækni og stundar rannsóknarstarfsemi sem tengist upplýsingatækni og nýsköpun. YSBF hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum um rafrænt lýðræði og virkari stjórnmálaþátttöku ungs fólks í ákvarðanatökuferlum.

Frá stofnun YSBF árið 2001 hefur stofnunin fengið fjármögnun fyrir verkefni úr sjóðum ESB, einkageiranum, eistneskum stjórnvöldum og alþjóðlegum stofnunum. Stofnunin er staðsett í Tallinn, Eistlandi, en verkefni hennar eru að mestu leyti alþjóðleg. YSBF hefur meira en 10 ára reynslu í verkefnum sem tengjast ungu fólki, vísindum, tækni og miðlun nýrra hugmynda.

www.ysbf.org

Tora Consult Ltd. er einkafyrirtæki sem stofnað var árið 2011. Í starfseminni hefur einkum verið lögð áhersla á félagslega þátttöku (þ.m.t stuðningur við ungmenni), svæðisþróun og stjórnuarráðgjöf. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í höfuðborg Búlgaríu – Sófíu, þar sem kjarnahópur sérfræðinga á farsælan feril tengdan ofangreindum sviðum og leitast stöðugt við að útvíkka þjónustuna sem veitt er.

www.toraconsult.com