Verkefnið

SINTRA verkefnið miðar að því að þróa sérsniðnar og nýstárlegar þjálfunaraðferðir og verkfæri sem eiga að styðja fyrirtæki til að virkja innri nýsköpun til að auka sjálfbærni, hvort sem er í viðskiptalífinu eða í opinbera geiranum.

Markmið SINTRA verkefnisins eru::

Að skilja betur samhengi umhverfislegrar, félagslegrar og efnahagslegrar sjálfbærni út frá sjónarhorni innri nýsköpunar og til að greina hvað skortir á þegar kemur að hugarfari innri nýsköpunar í skipulagsheildum.
Að þróa nýstárlega þjálfunaraðferð, verkfæri og kennsluefni. Þar sem samþætt er þjálfun og ráðgjöf í innri nýsköpun með áherslu á sjálfbærni sem mun nýtast fyrirtækjum til að efla umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni.
Að mæta þörfum skipulagsheilda með því að bjóða upp á sjálfbærni vinnustofur og ráðgjöf til að virkja innri nýsköpun sem getur leitt til breyttrar eða bættrar vöru eða þjónustu sem hafi jákvæð sjálfbærniáhrif.
Að deila niðurstöðum verkefnisins til annarra landa með því að setja upp opinn kennsluvef og verkfærakistu með sjálfbærniáherslum.

Til að ná þessum markmiðum mun SINTRA verkefnið fara í eftirfarandi aðgerðir :

Gloppugreiningu á umhverfislegrar, félagslegrar og efnahagslegrar sjálfbærni út frá sjónarhorni innri nýsköpunar skiplagsheilda og greiningu á góðum fyrirmyndum tengdum innri nýsköpun og sjálfbærni sen hægt er að nýta í kennslu í fyrirtækjum.
Þróun SINTRA námskrár, þjálfunarnálgun, aðferðafræði og kennsluefni fyrir þjálfun í innri nýsköpun með áherslu á sjálfbærni.
Auka færni starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja sem taka þátt í vinnustofu og fá ráðgjöf í innri nýsköpun og sjálfbærni.
Þróun á gagnvirkum kennsluvef sem mun gera þátttakendum í tilraunakennslu kleift að taka þátt í blönduðu nám. Einnig þeim starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta sér efnið til fjarkennslu að verkefninu loknu.
Þróun á opinni verkfærakistu í nýsköpun sem mun gera starfsmönnum skipulagsheilda kleift að halda utan um hugmyndir um breyttar vörur, þjónustu og skipulagsferla sem gera þær umhverfisvænni og sjálfbærari í félagslegu og efnahagslegu tilliti.