
Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 3 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:
Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 3 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:
Til að skoða SINTRA fréttabréf númer 3 smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:
SINTRA – Að ná fram sjálfbærni í gegnum innri nýsköpun (Achieving Sustainability through INTRApreneurship) er 24 mánaða Erasmus+ verkefni (KA2: Strategic Partnerships for adult education) sem ætlað er að veita samþættan stuðning sem sniðinn er að þörfum fyrirtækja og stofnana til þróunar aukinnar frumkvöðlafærni, nýsköpunarhæfni og betra viðhorfs meðal bæði starfsmanna og stjórnenda. Tilgangurinn er að auka sjálfbærni fyrirtækja og stofnana.
Markhópar verkefnisins eru starfsfólk og stjórn-endur úr viðskiptalífinu og opinbera geiranum sem hafa áhuga á að stuðla að aukinni sjálf-bærni fyrirtækis þess eða stofnunar með innri nýsköpun og frumkvöðla-starfi
Vegna COVID-19 ferðatakmarkana var fyrsti alþjóðlegi fundur verkefnisins haldinn á netinu dagana 10. og 11. September 2020. Góður árangur náðist á fundinum sem haldinn var í gegnum Microsoft Teams.
Á fundinum ræddu þátttakendur hvaða niðurstöður þeir vildu fá út úr verkefninu en einnig var rætt um mikilvæga praktíska þætti og fjármálastjórnun verkefnisins.
Kynningarhlutinn var einnig kynntur og ræddur og margar mikilvægar ákvarðanir voru teknar varðandi kynningu verkefnisins. Að endingu kynnti samræmingaraðili gæða– og matsþætti sem lagði grunn að því að árangri verði náð í verkefninu.
Innleiðing á “Sjálfbærni með innra frumkvöðlastarfi—landsnám og gæðastarf” hófst í öllum þátttökuríkjunum í október 2020. Innleiðing á fyrsta skrefi SINTRA verkefnisins snýst um að athuga vandlega þróunarstöðu ríkisins á sjálfbærni í umhverfis-, samfélags– og efnahagsmálum. Einnig er mik-ilvægt að bera kennsl á þá þætti sem eru komnir langt og búa yfir auknum sjálfbærnimöguleikum sem tengist þeim jákvæðu áhrifum sem innra frumkvöðlastarf hefur á sjálfbærni á einn eða annan hátt.
Þessi athugun ásamt könnunum vegna gloppugreiningu og viðtölum verða unnin í næsta þrepi innan ramma IO1 og munu þjóna þeim tilgangi að laga þær gloppur sem fyrir eru í sjálfbærnimiðaðri innri frumkvöðlaþjálfun fyrir starfsfólk og stjórnendur í þátttökuríkjunum. Tengdum verkefnum lauk í nóvem-ber 2020 og niðurstöður þeirra er að finna á vefsíðu verkefnisins.
Framkvæmd á verkþættinum „Sjálfbærni með innri- nýsköpun- Greining á stöðu í hverju landi og fyrirmyndarverkefni“ hófst í öllum samstarfslöndum SINTRA verkefnisins í október 2020. Fyrsti hluti SINTRA verkefnisins snýst um að gera rannsókn á þróun á sjálfbærni út frá umhverfislegum , félagslegum og efnahagslegum þáttum sem og þeim fyrirmyndaverkefnum sem kunna að finnast í ákveðnum atvinnugreinum í hverju landi fyrir sig og þau jákvæðu áhrif sem innri -nýsköpun getur haft á sjálfbærni. Rannsóknin ásamt gloppugreiningu með könnunum og viðtölum munu þjóna þeim tilgangi að greina þörfina fyrir þjálfun starfsfólks og stjórnenda í frumkvöðlafærni og aðferðum innri nýsköpunar til að innleiða aukna sjálfbærni fyrirtækjanna í þátttökulöndunum.
Gert er ráð fyrir að greiningum ljúki um miðjan nóvember og verði niðurstöður birtar á vef verkefnisins.
Vegna COVID-19 takmarkana var fyrsti verkefnisfundurinn haldinn á TEAMS dagana 10. og 11. September 2020.
Á 2ja daga fundi fengu fulltrúar allra samstarfsaðila tækifæri til að ræða í smáatriðum um einstaka verkþætti og þróun verkefnisins sem og nokkra aðra mikilvæga þætti eins og verkefnastjórnun og fjármál.
Einnig voru kynntar útlínur varðandi kynningarmál verkefnisins og nokkrar mikilvægar ákvarðanir teknar varðandi framkvæmd verkefnisins. Loks var gæðastefna og matsaðferðir verkefnisins einnig vandlega kynntar af verkefnisstjóra sem lagði grunninn að góðum árangri verkefnisins.