Fréttir

Upphaf á verkþætti 1 „ Fyrirmyndarverkefni og gloppugreining“

By október 15, 2020desember 16th, 2020No Comments

Framkvæmd  á verkþættinum „Sjálfbærni með innri- nýsköpun- Greining á stöðu í hverju landi og fyrirmyndarverkefni“ hófst í öllum samstarfslöndum SINTRA verkefnisins í október 2020. Fyrsti hluti  SINTRA verkefnisins snýst um að gera rannsókn á þróun á sjálfbærni út frá umhverfislegum , félagslegum og efnahagslegum þáttum sem og þeim fyrirmyndaverkefnum sem kunna að finnast í ákveðnum atvinnugreinum í hverju landi fyrir sig og þau jákvæðu áhrif sem innri -nýsköpun getur haft á sjálfbærni. Rannsóknin ásamt gloppugreiningu með könnunum og viðtölum munu þjóna þeim tilgangi að greina þörfina fyrir þjálfun starfsfólks og stjórnenda í frumkvöðlafærni og aðferðum innri nýsköpunar til að innleiða aukna sjálfbærni fyrirtækjanna í þátttökulöndunum.

Gert er ráð fyrir að greiningum ljúki um miðjan nóvember og verði niðurstöður birtar á vef verkefnisins.

facebook.com/sintraproject.eu