Það tekur um 25 klukkustundir að ljúka þjálfuninni sem hægt er að skipuleggja sem staðbundið nám, blandað nám, fjarnám og sjálfstýrt nám.
Þjálfunin verður að uppfylla þarfir hvers vinnustaðar; þó þurfa leiðbeinendur að hafa í huga að efla praktíska færni ekki síður en fræðilega þekkingu.
2.1 Ákjósanlegt skipulag þjálfunar
Mælt er með því að SINTRA námsefninu sé miðlað sem blönduðu námi með því að nota bæði rafræna efnið á kennsluvefnum og staðbundna þjálfun. Þátttakendur geta farið í gegnum fræðilega hlutann á kennsluvefnum, fengið strax endurgjöf á þekkingu sína með sjálfsmatsspurningum og sótt vinnustofur með leiðbeinanda til að vinna að verklegri þjálfun í hópum og teymum til að þróa hugmyndir sínar og verkefni.
2.2 Námshlutar
Námshlutarnir gefa góða fræðilega og praktíska innsýn í nýskapandi vinnu og þróun sjálfbærni. Æfingar, verkefni og dæmi innan námshlutanna styðja við þróun á skilningi og hæfni til að vinna með nýskapandi hætti að þróun sjálfbærniverkefna.
2.2.1 Dæmi um æfingar og verkefni
Æfingarnar og verkefnin dýpka þjálfunina og mælt er með því að gefa bæði tíma og rými í þjálfuninni til að vinna bæði verkefni og æfingar.
Besta leiðin til að nálgast lýsingu á æfingum og verkefnum er að skrá sig inn á kennslukerfið og velja þann námshluta sem nefndur er hér í listanum.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 1 – Að skilja umhverfi skipulagsheilda, uppbyggingu þeirra og ólíkar gerðir.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 2 – Sjálfbær þróun með innra nýsköpunarstarfi í fyrirtækjum og stofnunum I.
• Námsþáttur 1 – Skilningur á skipulagsheildum og möguleikum þeirra til aukinnar sjálfbærni – Kafli 5 – Kennsluefni – Verkefni 3 – Sjálfbær þróun með innra nýsköpunarstarfi II.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 1 – Eigin SINTRA nýsköpunar-hjól.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 2 –Einstaklingsáætlun til að efla nýskapandi hæfni.
• Námsþáttur 4 – Mat á eigin getu til að efla sjálfbærni með innri nýsköpun – Viðauki 3 – Rammi fyrir virðisloforð.
• Námsþáttur 6 – Stofnun og virkni nýsköpunarteyma til að auka sjálfbærni – Kafli 5 – Tillögur um verkefni- Dæmi um verkefni fyrir sjálfbærniþróunarteymi.
• Námsþáttur 6 – Stofnun og virkni nýsköpunarteyma til að auka sjálfbærni – Kafli 5 – Tillögur um verkefni – Áætlun fyrir sjálfbæra þróun.
2.3 Að nota dæmisögur (Case studies)
Dæmisögurnar gagnast til að sýna fram á góða nýskapandi vinnu til að þróa sjálfbærni innan ólíkra stofnanna. Dæmisögurnar geta hjálpað þeim sem fara í gegnum SINTRA efnið að skilja og fá hugmyndir sem geta stutt þeirra eigin vegferð til sjálfbærni.
2.4 Sjálfsmatsspurningar
Í lok hvers námshluta geta þátttakendur svarað sjálfsmatsspurningum til að meta skilning sinn á innihaldi hvers námshluta og fá strax endurgjöf.
2.5 Að nota orðasafn
Orðasafnið gefur almennar útskýringar á hugtökum sem notuð eru í námsefninu. Það er gott að lesa SINTRA orðasafnið áður en farið er inn í námsþættina eða nota það samhliða yfirferð í námshlutum.
2.6 Viðbótar námsefni
Hver námshluti hefur lista yfir ýtarefni fyrir þá sem vilja fara dýpra í þjálfuninni..
2.7 Þjálfarar
Til þess að geta miðlað SINTRA þjálfuninni í nýsköpun til að efla sjálfbærni, hvort sem það er innan stofnana eða í öðru samhengi, ættu þjálfarar að nýta vel þessar leiðbeiningar og skrá sig inn á kennslukerfið til að skilja enn betur flæði námshluta og annað stuðningsefni.
2.8 Val á þátttakendum
Það er gott að velja þrjá til fjóra úr hverri skipulagsheild til að taka þátt í þekkingar og hæfniþjálfun fyrir nýskapandi teymisvinnu til að þróa sjálfbærniverkefni innan sinnar skipulagsheildar. Mælt er með því að hafa einn fulltrúa stjórnenda sem þátttakanda í hópnum sem valinn er.
Allir sem hafa áhuga á SINTRA námsefninu geta skráð sig inn á kennslukerfið og farið sjálfir í gegnum efnið.